139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[12:18]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Glæsilegir fulltrúar þjóðarinnar munu nú koma að endurskoðun stjórnarskrárinnar, endurskoðun sem er svo tímabær og þörf. Ég hefði gjarnan viljað sjá fleiri fulltrúa sem hafa aðra lögheimilisfestu en á höfuðborgarsvæðinu en ég treysti því að þeir glæsilegu fulltrúar muni hafa hagsmuni allra þegna landsins að leiðarljósi. Þessu fólki óska ég velgengni í störfum sínum og það þýðir lítið að tala hér um að minni hluti þingmanna sé að segja já við þessari tillögu vegna þess að minn prósentureikningur segir mér að 30 af 58 séu 52% og ég hugsa að oft hafi sést minni meiri hluti í mikilvægum málum. Ef bara er (Gripið fram í.) tekið tillit til þeirra sem taka afstöðu eru 58,9% sem segja já, það er ágætishlutfall. Ég segi því hiklaust já. [Kliður í þingsal.]