139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

stjórn vatnamála.

298. mál
[11:25]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Ég ákvað að sitja hjá við heildaratkvæðagreiðslu. Ég hef stutt allar góðar breytingartillögur og vil þakka nefndinni fyrir að hafa unnið vel að þessu verki. Ég tel að hún hafi gert vont mál mun betra en það upphaflega var.

Það eru hins vegar tvær ástæður fyrir því að ég sit hjá. Ég tel að ekki liggi á þessu verkefni í Íslandi endurreisnarinnar. Það hefði verið rétt að sækja um undanþágu frá þessari Evróputilskipun. Það er engin ástæða til að fara í þessa vegferð. Hún kostar mikla fjármuni. Það er ekki ljóst enn með hvaða hætti sveitarfélögin, sem er fyrst og fremst gert að standa fyrir þessu, eiga að fjármagna það. Ég tel að við hefðum átt að hinkra með þetta mál og þess vegna sit ég hjá.