139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:24]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Viljum við ríkisstjórn sem stenst þrýsting um gamaldagslausnir á núverandi vanda þjóðarinnar og vill efla atvinnulíf sem skapar verðmæti byggt á hugviti fólks? Viljum við fá að taka upplýsta ákvörðun um aðild að ESB? Viljum við breytingar á kvótakerfinu þar sem tryggt verður að um leiguréttindi sé að ræða og að útgerðarmenn greiði verulegar upphæðir í sameiginlega sjóði okkar landsmanna? Viljum við sjá raunverulegar breytingar á stjórnarskrá?

Í mínum huga, frú forseti, er engin spurning hvert svarið er við þessum spurningum. Núverandi ríkisstjórn er sú eina sem getur klárað þessi atriði.

Þess vegna segi ég nei við vantrausti.