139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita.

77. mál
[11:19]
Horfa

Ósk Vilhjálmsdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég fagna innilega þessu frumvarpi. Þetta er skref, þetta er frábært skref, þetta er gæfuspor, mundi ég segja, fyrir íslensku þjóðina, að eignast hér einhvers konar leiðarljós, einhvers konar ramma sem við getum unnið út frá og hætt þessu eilífa þrætustríði.

Náttúran, þetta er okkar heimanmundur, þetta eru auðæfi sem við verðum að gæta. Ef við eyðum þeim, eyðum við okkur sjálfum. Ég minni á að verndun er sennilega farsælasta og besta nýtingin.