139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

720. mál
[14:38]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Iðnaðarráðherra fer ekki með þessar auðlindir. Ég fór yfir það áðan að við erum með regluverkið í kringum þessar auðlindir en förum ekki með útleigu á þeim auðlindum sem eru í eigu ríkisins, heldur er það á annarra ráðherra hendi. Landbúnaðarráðherra hefur verið með einhverjar þeirra. Ég er sammála hv. þingmanni um að við eigum að koma því á einn stað. Sjálf hefði ég viljað sjá alla auðlindameðferð fara fram í gegnum forsætisráðuneytið. Það er skoðun þeirrar er hér stendur vegna þess að auðlindirnar eru heimanmundur okkar, eins og komið var inn á áðan.

Ég verð, virðulegi forseti, að svara seinni spurningu hv. þingmanns í seinna svari, en þetta svarar vonandi a.m.k. annarri spurningu hv. þingmanns.