139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fyrirkomulag umræðu um störf þingsins.

[11:08]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég geri hér alvarlegar athugasemdir við fundarstjórn forseta, að leggja það á þingheim að hlusta á allt það niðurrifstal hjá stjórnarandstöðunni [Hlátur í þingsal.] sem við þurftum að hlusta á og hleypa mönnum oftar en ekki að, mörgum sinnum frá sama flokki, en taka ekki tillit til óska starfandi þingflokksformanns Vinstri grænna um að komast hér að til að tala undir þessum lið, störf þingsins. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) Ég legg bara áherslu á það að upphefðin kemur að utan og erlendir fræðimenn og hagfræðingar hafa hrósað Íslendingum fyrir það hvernig þeir stjórna við þessar aðstæður, muninn á (Forseti hringir.) stjórn í kreppu hægri og vinstri manna, (Forseti hringir.) og við skulum einhvern tímann horfa til þess (Forseti hringir.) að vera stolt af okkar fólki. Þessi stjórn hefur lyft grettistaki. Förum að horfa fram á við en ekki (Forseti hringir.) tala allt hér niður. [Kliður í þingsal.]