139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjöleignarhús.

377. mál
[11:17]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða mál sem ég styð þar sem verið er að mælast til að blindur eða fatlaður einstaklingur, einstaklingur sem getur á einhvern hátt ekki séð um sig sjálfur, megi hafa sérþjálfaðan leiðsögu- eða hjálparhund í íbúð sinni. En ég leggst eindregið gegn þeim breytingartillögum sem liggja fyrir. Hér er verið að koma laumufarþega inn í lögin um leið og þau eru afgreidd á þingi, að aukinn meiri hluti fjöleignarhúss, tveir þriðju hlutar íbúa, eigi að setja reglur um gæludýrahald.

Hundar og kettir eru miklir ofnæmisvakar og ofnæmisvaldar. Heilsa manna hlýtur ávallt að ganga framar áhugamálum. Þess vegna vil ég að undanþáguákvæðið um blinda og fatlaða nái fram að ganga en ég skora á þingheim að fella þessa breytingartillögu.