139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[11:34]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég hef lengi verið efasemdamaður um að sett sé löggjöf um fjölmiðla og var hálfvolgur gagnvart þessu frumvarpi þótt það sé nokkuð betra en það frumvarp sem áður var til umræðu og hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson og Sigurður Kári Kristjánsson studdu duglega ásamt öðrum á sínum tíma. (Gripið fram í.) Ég tel að í meðförum nefndarinnar hafi frumvarpið batnað verulega og ég vil sérstaklega þakka nefndinni fyrir að hafa tekið mark á ábendingum mínum og annarra um að Blaðamannafélag Íslands gæti tilnefnt mann í fjölmiðlanefnd.

Þegar frumvarpið er skoðað af hreinskilni, einlægni og sanngirni eru í því fjölmörg framfaramál og réttarbætur og endanlega sannfærir mig um gagnsemi þessa frumvarps einörð andstaða Sjálfstæðisflokksins í þessum sal. (Gripið fram í.)