139. löggjafarþing — 113. fundur,  15. apr. 2011.

fullgilding Árósasamningsins.

708. mál
[14:55]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sé ekki betur en við séum svona u.þ.b. að ná saman á sögulegum fundi í sölum Alþingis í því a.m.k. hvað það er sem byggir grunn að skynsamlegri sambúð manns og náttúru sem er þekking, rannsóknir og reynsla. Ég er til í að bæta verksvitinu við, ég held að hluti af þessu sé auðvitað að kunna til verka. En ég held að ég treysti hv. umhverfisnefnd fyrir því að gæta að því á hvaða tímapunkti okkur rekur af leið og við verðum kaþólskari en páfinn. Sú nefnd hefur haldið afar vel á málum á þessu þingi og fært öll þau mál sem hún hefur fengið til betri vegar og leitt þau til lykta með skynsamlegum hætti og ég treysti því að hún muni gera það í þessum efnum líka.