139. löggjafarþing — 116. fundur,  3. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[23:58]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Er það rétt metið hjá þeim er hér stendur að nái þetta frumvarp fram að ganga muni það einfalda og auðvelda þeim sem hafa áhuga á að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að ráðast í það verkefni? Ég held að þetta sé mjög mikilvæg spurning vegna þess að mörg okkar sem hér höfum talað óttumst það vegna þeirra miklu hagsmuna sem er verið að gæta á þeim bænum. Ég nefni fáein dæmi, makríl og hvalveiðar, fiskveiðistjórn, matvælaöryggi og fæðuöryggi. Mér hugnast ekki að það sé verið að auðvelda þeim sem vilja leggja niður þetta ráðuneyti að það verði gert. Er það rétt hjá mér að þetta muni auðvelda slíkt?

Menn ræddu ævintýri Disneys áðan. Mér datt í hug eitt sem snöggvast, ævintýrið um úlfinn sem reyndi að éta (Forseti hringir.) blessaða kiðlingana sjö. Er það ekki þannig með (Forseti hringir.) þessi ráðuneyti?