139. löggjafarþing — 117. fundur,  4. maí 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:45]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Á bls. 6 í því frumvarpi sem nú er fjallað um er heil blaðsíða þar sem ítarlega er fjallað samráð við undirbúning þessa frumvarps. Ég hvet hv. þingmann til þess að fara í gegnum þá blaðsíðu og skoða það samráð sem var haft við undirbúning þessa máls.

Talandi um samráð þá vorum við á vettvangi þingmannanefndarinnar t.d. hjartanlega sammála um þær tillögur sem við lögðum fram í skýrslunni okkar og hafa þær allar verið teknar hér upp hvað snertir Stjórnarráðið. Þingmenn voru hjartanlega sammála og var svokölluð 63:0 atkvæðagreiðsla þar sem tekið var undir þær breytingar sem við lögðum til að gerðar yrðu á Stjórnarráðinu og teknar voru upp í þessu frumvarpi.