139. löggjafarþing — 118. fundur,  5. maí 2011.

landsdómur.

769. mál
[13:40]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er tvennt í ræðu hv. þingmanns sem ég vildi bregðast við. Ég tek fram að ég get tekið undir ýmislegt af því sem hann sagði í ræðu sinni. En ég fór að velta því fyrir mér þegar hann talaði og hef svo sem gert það á fyrri stigum líka þegar rætt er í þessu samhengi um milliliðalausan málflutning og allt það að við þurfum að átta okkur á því að landsdómur hefur komið saman, held ég, tvisvar og fjallað um formsatriði varðandi kærur út af málsmeðferð. Hin efnislega meðferð fyrir landsdómi er ekki hafin. Það er ekki búið að ganga frá ákæruskjali, það eru engin réttarhöld byrjuð í málinu sjálfu. (Forseti hringir.) Skiptir það máli að mati hv. þingmanns?