139. löggjafarþing — 123. fundur,  12. maí 2011.

rannsókn á athöfnum þingmanna í tengslum við búsáhaldabyltinguna í janúar 2009.

209. mál
[15:50]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Þingmanni sem ber aðra þingmenn, félaga sína, þeim sökum sem hér um ræðir, þótt óljósar séu, er skylt að svara fyrirspurnum sem fyrir hann eru bornar í andsvörum við ræðu hans. Ég spurði um þrennt. Í fyrsta lagi: Er fundargerðin til? Hafa þingmenn kynnt sér hana? Í öðru lagi: Hver er A og hver er B? Í þriðja lagi: Hver er sá ráðherra sem þeir telja að hafi brotið af sér? Hver er hann? Ég ætlast til þess að þingmaðurinn svari þessu refjalaust eða kalli málið aftur að öðrum kosti.