139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[16:14]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég greiddi atkvæði gegn því að við sæktum um aðild að Evrópusambandinu. Ég tel að okkar hagsmunum sé best borgið utan sambandsins og ég hef styrkst í þeirri trú, m.a. vegna þeirrar þróunar sem hefur verið undanfarna mánuði og missiri og ég vísaði til í máli mínu.

Eins og ég nefndi áðan finnst mér mjög holur hljómur í því þegar stjórnarliðar tala um að við eigum að beita lýðræðislegum aðferðum til að komast til botns í þessu. Okkar tillaga í upphafi var að fá kjósendur í lið með okkur. Ég tel að það ætti að stöðva viðræðuferlið og fá kjósendur í lið með sér með hvað eigi að gera í framhaldinu. Það getum við til dæmis gert í næstu þingkosningum með því að flokkarnir setji málið skýrt á dagskrá hjá sér og fái síðan umboð kjósenda í samræmi við þetta stefnumál sitt. Það að bjóða okkur upp á það að vera með ríkisstjórn sem ætlar ekki einu sinni að styðja eigin samning og koma með hann eftir strangar viðræður og kostnaðarsamar finnst mér ekki stefna (Forseti hringir.) sem hægt er að styðja.