139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[17:52]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er taka tvö. Ég og hv. þm. Pétur H. Blöndal lékum þetta leikrit hér í þingsal í júlí árið 2009. Ég er mikill talsmaður fyrir því að við göngum í Evrópusambandið. Ég hef sagt það að sá samningur sem fyrir liggur eigi að fara í dóm þjóðarinnar og þjóðin eigi að ákveða. Þá verður það sannfæring mín og er að ég eigi hér á þingi að fara eftir því sem þjóðin segir í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Ég ætla að segja það strax, hæstv. forseti, að ég ætla ekki að koma og svara Pétri H. Blöndal þegar hann snýr út úr þessum orðum mínum.