139. löggjafarþing — 124. fundur,  16. maí 2011.

utanríkis- og alþjóðamál.

791. mál
[22:44]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þegar sjálfar samningaviðræðurnar hefjast, sem er núna síðsumars ef allt gengur eftir samkvæmt þessu ferli, og segjum að byrjað verði á sjávarútvegskaflanum og öllu sem að honum lýtur, og í ljós kemur að ekki er hægt að loka þeim kafla þá trúi ég ekki öðru, það er minn skilningur, að ekki verði lengra haldið nema taka málið upp eins og það er þá á því stigi. Á hverju hefur strandað? Hvers vegna hefur þetta ekki gengið? Málið hlýtur þá að koma hingað inn til Alþingis. Það er mitt mat að staðan sé sú að það verði engar undanþágur eða Alþingi telji, af því það var Alþingi sem afgreiddi þetta frá sér, að þessum kafla verði ekki lokið með ásættanlegum hætti, að það sé þá næsta spurning (Forseti hringir.) hvort ekki sé rétt að ljúka viðræðunum.