139. löggjafarþing — 131. fundur,  20. maí 2011.

vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

707. mál
[11:46]
Horfa

Frsm. umhvn. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmanni er velkomið að sjá hjá mér og öðrum umhverfisnefndarmönnum þessi drög sem við kölluðum til okkar. Ég held að hann geti þá haldið áfram málinu með ýmsum hætti öðrum en þeim að ræða það við 3. umr. Ég bið hv. þingmann, ég er ekki með þetta með mér, að gera svo vel að treysta mér og öðrum umhverfisnefndarmönnum fyrir þessu. Það er þannig með nefndarstarfið. Ef umræður halda áfram um málið þá getur vel verið að hægt sé að ná í þau drög að reglugerðinni og hafa um þau nokkur orð en ég get það sem sé ekki í svipinn og bið hv. þingmann að forláta mér það.