139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

tilhögun þingfundar.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill geta þess að 1. dagskrármálið, óundirbúinn fyrirspurnatími, frestast til kl. 13.30. Er það gert vegna fundar sem ráðherrar eiga með fulltrúum Almannavarna og fleiri aðila í framhaldi eldgossins í Grímsvötnum.

Eftirtaldir ráðherrar sitja fyrir svörum kl. 13.30: Forsætisráðherra, utanríkisráðherra, iðnaðarráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra, umhverfisráðherra og innanríkisráðherra.

Jafnframt vill forseti geta þess að fyrirhugaðar eru atkvæðagreiðslur í lok þingfundar. Þær munu hefjast um kl. 14.45.