139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

svör við fyrirspurnum.

[10:39]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Vegna þeirra mála sem hér hafa verið tekin upp um afgreiðslu þingmála tek ég undir að það er óásættanlegt þegar dregst að svara fyrirspurnum umfram þann tíma sem stendur í þingskapalögum. Ég ætla ekki að bera blak af núverandi ráðherrum eða þeim fyrri en það þarf að koma betri böndum á þetta og ég bendi hæstv. forseta á að sumar fyrirspurnir eru á mörkum þess að vera skýrslubeiðnir og ég tel að það þurfi að taka á því. Eins og hér kom fram er unnið að þessu máli í þingskapanefnd og ég bendi hv. þingmönnum, sem hér hafa rætt um að lauma inn skýrslum eða svörum, á að það er erfitt að lauma þeim inn því að hér birtist allt saman á útbýtingarblaðinu og hæstv. forseti les upp það sem útbýtt er (Forseti hringir.) þannig að það er erfitt að lauma inn svörum. (Gripið fram í.)