139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

544. mál
[12:33]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að þeim fjármunum væri vel varið í það og ég held að það sé leið sem við verðum að skoða. Ég hygg að þegar við höfum kastað þessari Evrópusambandsumsókn bak við okkur og höfum fellt hana, hvernig sem það verður gert, þurfi Íslendingar að styrkja stöðu sína í Brussel til að fylgjast með þeim gerðum og samþykktum sem þar eru gerðar og tengjast EES-samningnum. Við verðum að eyða meira púðri í það að vera betur undirbúin að mínu viti. Þannig getum við hugsanlega komið í veg fyrir slys sem ég vil meina að hér hafi orðið, eins og varðandi raforkulögin, varðandi fráveitur og e.t.v. fleira. Við gerum þetta að sjálfsögðu ekki á meðan við … (Gripið fram í.) Alveg rétt, Framsókn ber ábyrgð á því m.a. Við munum hin vegar að sjálfsögðu ekki gera það á meðan við erum í þessu brölti gagnvart Evrópusambandinu.