139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.

533. mál
[14:58]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er merkt og gott mál, þetta er réttindamál sem við öll ætlum að fylkja okkur á bak við. Það er mikilvægt, herra forseti, að við látum athafnir fylgja þeim fögru orðum og því sem við erum að festa hér í lög í dag. Það þurfum við að tryggja þegar kemur að fjárlagagerð og öðru og ég veit að við munum öll leggjast á árar að svo verði.

Þingmenn Framsóknarflokksins styðja að sjálfsögðu þetta góða mál og ég óska okkur öllum til hamingju með það.