139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:02]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Mér verður hugsað til útgerðar í Fljótum í Haganesvík sem var blómleg hér á árum áður.

Ég deili ekki áhyggjum hv. þingmanns varðandi sveitarfélögin og ábyrgð þeirra í þessum efnum. Ég tel að sveitarfélögin, óski þau þess, séu mjög vel í stakk búin til að ráðstafa byggðaaflaheimildum. Í frumvarpinu er skýrt kveðið á um að það sé valkvætt hvort sveitarfélögin velji að gera það og þá samkvæmt þeim reglum sem eru almennt um ráðstöfun á byggðaaflaheimildum. Að öðru leyti er fylgt þeim reglum sem hafa verið og þegar menn vísa til 3. gr. eru þar þær reglur sem verið hafa hvað þetta varðar og orðið ráðherra er ekkert nefnt oftar eða sjaldnar en gert er í núgildandi lögum. Þetta eru (Forseti hringir.) reglugerðarákvæði.