139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:54]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég ber nú allnokkra ábyrgð á því að hafa vakið máls á þeim frábæra árangri hv. þm. Þórs Saaris áðan, hann leiðrétti líka réttilega orð mín í þá veru að hann teldi að þau sjónarmið sem hann stæði fyrir ættu fullan rétt á sér inn í þá umræðu sem stóð um það frumvarp sem við ræðum hér í kvöld. Ég tek heils hugar undir það. Ég tel raunar að það hafi verið ákveðið gagn í því og gagnsemi, þó að ég sé allsendis ósammála þeim sjónarmiðum sem hv. þingmaður setti fram þá tel ég samt að það hafi verið til gagns fyrir þá umræðu sem við höfum átt hér að fá þau sjónarmið fram sem hv. þingmaður stendur fyrir. Ég vil þakka honum fyrir það. (Gripið fram í.) Já, þetta var svona punktur sem hægt er að nota. Ég vil ítreka að mér þótti þetta mikið afrek hjá hv. þingmanni að koma sínum málum að með þeim hætti sem hann gerði í kvöld.