139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:21]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við höfum það markmið, að ég tel, að ná í gegn kerfisbreytingu á sjávarútvegsmálum í fiskveiðistjórn. Ég held að það sé um leið mikilvægt að við klárum umræðuna, tökum djúpa umræðu hvort sem hún tekur tvo mánuði eða sex og náum sátt til lengri tíma litið.

Það sem ég var að vekja athygli á í ræðu minni er að lykillinn að sátt sé að horfa til þess að afrakstri af nýtingu auðlindarinnar sé betur skipt á milli þjóðarinnar og útgerðarmanna en að hann verði alfarið í höndum þeirra síðarnefndu. Ég held að það sé sá þáttur sem fólki finnist hvað sárastur í þessu máli. En fólk þarf að átta sig á því að þeir sem stunda útgerð í dag hafa oft og tíðum keypt kvótann dýru verði og við getum ekki bara tekið hann af þeim og látið endurgjald í staðinn heldur eigum við frekar að horfa til nýtingarsamninga.

Ef við viljum ná sátt meðal þjóðarinnar um þessa breytingu og fiskveiðistjórnarkerfið í heild eigum við að horfa á upphæð gjaldsins — já.