139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[18:40]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Sú mikla vinna sem var í stóru sáttanefndinni skilaði vönduðu verki. Þar komu fram ýmsar ábendingar, þar voru lagðar inn skýrslur og annað um stöðu stofnanna og margt annað sem var mjög gagnlegt að kæmi fram. Síðan var í framhaldinu ákveðið að fara blandaða leið og til þess að fara hana þurfa núverandi aflamarkshafar og aðrir að leggja til í þær aðgerðir að við skiptum þessu upp í tvo flokka, nýtingarsamninga og hluta sem eru byggðaívilnanir, strandveiðar o.fl. Til þess þurfa allir að leggja sitt af mörkum en við gerum þetta á mjög löngum tíma og aflaaukningin fer mjög sanngjarnt á báða þessa flokka.