139. löggjafarþing — 154. fundur,  11. júní 2011.

réttindagæsla fyrir fatlað fólk.

728. mál
[19:29]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég er mjög ánægður með að þetta frumvarp hafi ratað hér á dagskrá sem síðasta mál vegna þess að staða fatlaðs fólks er mjög slæm ef það hefur ekki þetta öryggi sem réttindagæslan veitir því. Það hefur myndast ákveðið bil frá því að málefni fatlaðs fólks voru flutt til sveitarfélaganna um áramót og réttindagæslan hefur ekki verið nægilega trygg. Þess vegna lagði hv. félagsmálanefnd mikla áherslu á það að vinna þetta mál hratt. Ég er mjög ánægður með að núna skuli það vera komið til afgreiðslu. Ég segi fagnandi já. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)