139. löggjafarþing — 157. fundur,  5. sept. 2011.

virðisaukaskattur o.fl.

898. mál
[12:52]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrir þetta svar og legg til að við förum í það sameiginlega, við sem höfum tekið þátt í þessari umræðu, og fáum til liðs við okkur fleiri þingmenn í að móta einhverja nálgun á það með hvaða hætti við viljum sjá skattkerfið þróast. Þá gætum við byrjað á virðisaukaskattinum, það væri gott skref. Ég þakka bara hv. þingmanni fyrir að vekja máls á þessu.

Mig langar að nota síðara andsvarið mitt til að spyrja hv. þingmann út í, af því hann talaði um þolmörkin, hvort hann teldi að svarta hagkerfið og sú aukning sem orðið hefur þar, að mínu mati og ég tel að flestir séu sammála um það, sé til komin vegna þess að það hafi verið farið í of miklar skattahækkanir.