139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[17:12]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli á því að búið er að upplýsa í þingsal að ekki hefur verið staðið við samkomulag um að skila inn lagalegri og hagfræðilegri úttekt sem átti að kynna í tengslum við þetta frumvarp áður en gengið væri frá því nú á septemberþingi. Ég vil þess vegna spyrja virðulegan forseta hvort það sé ekki ætlun forseta að stöðva umræðuna og ræða eitthvað annað á meðan sú úttekt er kláruð og hv. efnahags- og skattanefnd geti þá komið saman til þess að fara yfir það, eins og var ekki bara munnlegt samkomulag um heldur skriflegt.

Menn geta haft allar skoðanir á umræðunni og málinu en er einhver á móti því að samkomulag sé virt og þetta sé unnið faglega eins og lagt var upp með? (Forseti hringir.) Það getur bara ekki verið. Ég hvet því virðulegan forseta (Forseti hringir.) til að taka málið út af dagskrá á meðan menn afla (Forseti hringir.) nauðsynlegra gagna.