139. löggjafarþing — 159. fundur,  7. sept. 2011.

gjaldeyrismál og tollalög.

788. mál
[17:25]
Horfa

Forseti (Álfheiður Ingadóttir):

Fleiri hafa ekki óskað eftir því að ræða fundarstjórn forseta og vill forseti því bregðast við óskum sem hann hefur hlýtt á hér frá þingmönnum.

Enn er mikill áhugi á að ræða þetta mál, svo mikill að á meðan þessum umræðum um fundarstjórn stóð bættust tveir ræðumenn á listann og eru þeir nú tíu. Forseti hefur einnig hlustað á óskir um að kalla til hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra og það mun verða kannað.