139. löggjafarþing — 160. fundur,  8. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[21:34]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Ármannssyni fyrir ræðu hans. Hún var mjög yfirgripsmikil og ítarleg. Það sem við skilum hvort sínu minnihlutaálitinu en erum samt á svipuðum slóðum í megindráttum með álit okkar á þessu frumvarpi langar mig að spyrja hann betur út í atriði sem fram kemur í frumvarpinu þar sem hv. þingmaður er lögfræðingur. Hverja telur þingmaðurinn ástæðu þess að stigið sé það skref í þessu frumvarpi að færa löggjafarvaldið í Stjórnarráðið eins og þar er kveðið á um? Þetta minnir mig nokkuð á það þegar lagt var fram frumvarp um lagaskrifstofu Alþingis. Þá var ekki hægt að byggja Alþingi upp á þeim nótum sem svo sannarlega þarf að gera, heldur brást hæstv. forsætisráðherra við því frumvarpi með því að stofna lagaskrifstofu í Stjórnarráðinu. Hvers vegna er verið að (Forseti hringir.) færa lagasetningarvaldið alltaf meira og meira upp í Bakarabrekku?