139. löggjafarþing — 161. fundur,  12. sept. 2011.

vatnalög.

561. mál
[11:18]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Hér er verið að breyta lögunum í sömu veru og þau voru áður, sem sagt að hægt sé að framselja virkjunarréttindi til allt að 65 ára í senn. Ég mun sitja hjá hér en legg fram breytingartillögu milli 2. og 3. umr. þar sem þetta verður gert óheimilt og 3.–5. mgr. falla brott. Ég held að við séum búin að brenna okkur nóg, ekki bara við Íslendingar heldur heimurinn allur, á einkavæðingu á raforku. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)