139. löggjafarþing — 161. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[00:04]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hv. þm. Róbert Marshall kveikti í mér með því að segja að hann hefði heyrt fjórar skoðanir framsóknarmanna. Mér finnst alltaf gott í umræðu að margar skoðanir komi fram. Þá getur maður vegið og metið hvað af þessum skoðunum er gott og þá kemur væntanlega það besta út úr því. Við erum einmitt að ræða hlutina til að fá fram mismunandi skoðanir.

Hann sagði líka að Sjálfstæðisflokkurinn logaði stafnanna á milli vegna formannsslags. Ég vil bara segja við hv. þingmann: Það heitir lýðræði.