139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[12:35]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður svaraði ekki alveg spurningu minni. Ég spurði hann: Hver er stjórnsýslan? Eru ráðherrar ekki hluti stjórnsýslunnar? Eru stjórnmálamenn ekki yfirmenn stjórnsýslunnar? Við skulum hafa það á hreinu hér í þessu húsi og benda ekki alltaf á aðra.