139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[16:00]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé auðvelt að falla í þá gryfju að lesa 2. gr. frumvarpsins þannig að hún auki einungis sveigjanleika en það er algerlega ótvírætt að völd sem liggja núna hjá Alþingi eru færð til forsætisráðherra þannig að það sem Alþingi þarf núna að véla um getur forsætisráðherra einn vélað um. Óháð þessu tiltekna máli þá er með slíku verið að færa völd frá þinginu til ráðherrans. Um það er ekki hægt að deila. Það er ómögulegt að koma auga á það sem hv. þingmaður segir, að með því að færa völd frá Alþingi til ráðherrans aukist einhvern veginn völd Alþingis gagnvart ráðherranum. Ég bara skil þetta ekki.