139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[17:56]
Horfa

Frsm. meiri hluta allshn. (Róbert Marshall) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er annaðhvort eða í þessari umræðu. Nú hefur stjórnarandstaðan farið fram á að geta rætt málið á dagskrá í tvöföldum ræðutíma og nýtir þann tíma afskaplega vel, er síðan í miklu uppnámi yfir því að ekki sé verið að fullnýta tímann til andsvara. Hvort er það? Vilja menn í aðra röndina síðan fá að ræða önnur mál (Gripið fram í.) sem eru brýnni en það mál sem þeir eru þó að eyða 40 mínútum hver í að ræða og vilja fullnýta (Gripið fram í.) andmælatímann í líka? Ég held að sjaldan hafi stjórnarandstaðan lagst jafnlágt og hún gerir í þessari umræðu um fundarstjórn forseta.