139. löggjafarþing — 162. fundur,  13. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[18:47]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Erindisbréf geta verið með ýmsu móti og fer auðvitað eftir því hvert erindið er. Þess vegna er ráð fyrir því gert, að sjálfsögðu, að um erindisbréf gildi einhverjar reglur og að þau séu ekki ósambærileg á milli ráðuneyta.

Ég vakti einmitt athygli á þessu ákvæði frumvarpsins við 1. umr., því að það sem mér finnst kannski skipta miklu máli í þessu er hvenær slík erindisbréf eru sett, hvort það sé bara þegar nýir ráðherrar taka við eða hvort þau lifi með viðkomandi starfsmönnum eins og ráðuneytisstjóra.

Frú forseti. Ég get ekki svarað þessum skætingi hv. þingmanns þar sem tími minn er búinn. Mér þykir hins vegar miður, og vil endurtaka það, (Forseti hringir.) að ég tel að hún hafi ekki skilið að minnsta kosti inntak frumvarpsins sem við ræðum hér.