139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

fundarstjórn.

[15:32]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Frú forseti. Hv. þingmaður veit ósköp vel að formaður utanríkismálanefndar hefur átt í samtölum við fundarbeiðendur að opnum fundi og að sá fundur er í undirbúningi. Tilefni eða tilgangur hans í ræðustól er því ómerkilegur. (Gripið fram í: Ómerkilegur?) Ómerkilegur. Málið er í undirbúningi. Það hefur verið rætt við fundarbeiðendur (Gripið fram í.) og í góðri sátt við þá er verið að finna fundartíma fyrir þennan opna fund. Á meðan sú vinna er í gangi er engin ástæða til að koma hér upp og gera það tortryggilegt, eins og hv. þingmaður gerði.