139. löggjafarþing — 163. fundur,  14. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[22:04]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta allshn. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Ásbirni Óttarssyni fyrir þessa spurningu því að þetta er mjög mikilvæg spurning sem hann bar fram í lokin. Gert var samkomulag við stjórnarliða um þessa 30 ára reglu því að annars náðist málið ekki út úr allsherjarnefnd, það var klárt.

Varðandi 30 ára regluna þá eru margir stjórnarliðar með fyrirvara í nefndarálitinu á þeim breytingartillögum sem þar liggja fyrir þannig að þetta er ein blekkingin. Þessi breytingartillaga um 30 ára regluna var lögð inn í þingið en svo ætla þeir stjórnarliðar sem eru t.d. með fyrirvara á álitinu ekki að greiða atkvæði með reglunni. Þannig að 30 ára reglan fellur örugglega í atkvæðagreiðslu nái þetta frumvarp fram.

Varðandi það hvort sífellt sé hægt að breyta lögum, og af því að þingmaðurinn minntist á að hér yrði kannski starfhæf ríkisstjórn eftir þrjú ár, þá er endalaust hægt að breyta þessu. Það er í valdi meiri hluta þingsins hverju sinni að breyta lögum. Til þess er jú löggjafinn. En ég vara við því, talandi (Forseti hringir.) um þessa ríkisstjórnarfundi og að svipta hulunni af þeim, að ríkisstjórnarfundir flytjist í (Forseti hringir.) annað hús ef þetta á að vera svona afgerandi.