139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[02:46]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Í ljósi þess sem fram hefur komið um áður boðaða nefndafundi í fyrramálið í fleiri en einni og sennilega fleiri en tveimur nefndum tel ég einboðið að hæstv. forseti láti þau boð út ganga til formanna þeirra nefnda að vegna þess að forseti hafi ákveðið að hafa þingfund fram á morgun sé ekki unnt að halda þá nefndafundi. Ég held að hæstv. forseti verði að gera það.

Varðandi skipulag fundarins að öðru leyti veit ég að ég kann að hljóma í eyrum sumra eins og biluð plata en sú hugsun hlýtur að læðast að hæstv. forseta að það sé hægt að skipuleggja þetta betur, [Hlátur í þingsal.] taka út það mál sem veldur mestum ágreiningi og ekkert liggur á og ganga til þeirra verka sem við ættum öll að geta unnið hér í sameiningu.