139. löggjafarþing — 163. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[03:34]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Þetta er nú óháð þeim orðaskiptum sem áttu sér stað áðan milli hv. formanns Framsóknarflokksins og hv. formanns allsherjarnefndar en varðar þó svör við spurningum.

Ég vil bara árétta það, hæstv. forseti, að hafi hæstv. forsætisráðherra ekki orðið var við að ég beindi fyrirspurnum til hennar í ræðu minni óska ég eftir að skilaboðum þar að lútandi verði komið til hæstv. forsætisráðherra. Eins og hæstv. forseti hefur tekið eftir hef ég ekki gert neinar sérstakar kröfur um að hæstv. forsætisráðherra kæmi í salinn, hlustaði á mál mitt eða svaraði jafnóðum. En ég árétta það að ég tel mikilvægt að hæstv. forsætisráðherra svari þeim spurningum áður en umræðunni lýkur. Hafi það af einhverjum ástæðum farið fram hjá hæstv. forsætisráðherra að þeim spurningum var beint til hennar óska ég eftir því að henni verði gert viðvart um það.