139. löggjafarþing — 164. fundur,  15. sept. 2011.

Stjórnarráð Íslands.

674. mál
[20:35]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta allshn. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og aðrir þakka ég hv. þm. Valgerði Bjarnadóttur fyrir málefnalega ræðu. Í henni komu fram svör við ýmsum spurningum og athugasemdum sem ég kom á framfæri fyrr í umræðunni. Auðvitað stendur eitthvað eftir og ég virði það að ákveðnir þættir eru þess eðlis að það þarf trúlega að ræða það nánar og fara yfir í nefndarstarfi til að komast til botns í því hvaða merkingu einstök frumvarpsákvæði og breytingartillögur hafa og hvaða afleiðingar þær muni hafa. Auðvitað stendur eftir ágreiningur um vissa þætti sem kann að vera hægt að leiða í jörð með einhverjum hætti, hugsanlega þó ekki, við vitum það ekki á þessari stundu. Þar á meðal er það stóra mál sem varðar það hver og hvernig á að taka ákvörðun um hvaða ráðuneyti eru starfandi í landinu. Það er líka atriði í þessu sambandi, hæstv. forseti, (Forseti hringir.) að heimildir forsætisráðherra til að skipta sér af verkefnum (Forseti hringir.) einstakra ráðherra séu takmarkaðar.