139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

19. mál
[13:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hér verður að lögum gamalt þingmál mitt um að fjarlægja bann við því að lífeyrissjóðirnir eigi íbúðarhúsnæði. Ég held að það greiði fyrir því að auka félagslegar áherslur í húsnæðiskerfinu á Íslandi og sannarlega hafi reynsla undangenginna ára sýnt að lífeyrissjóðirnir hafi fjárfest í ýmsu sem óskynsamlegra er og óheppilegra en íbúðarhúsnæði og fasteignum.