139. löggjafarþing — 166. fundur,  17. sept. 2011.

húsnæðismál.

100. mál
[14:13]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er vissulega verið að stíga mikilvægt skref í átt til innleiðingar á óverðtryggðum lánum. Við verðum hins vegar að gæta okkur á því að það mun aldrei verða alvöruvalkostur fyrir lántakendur á meðan bæði verðtryggð og óverðtryggð lán eru í boði vegna þess að verðtryggðu lánin bjóða upp á belti og axlabönd fyrir lánveitendurna og þeir munu gæta þess að óverðtryggðu lánin verði aldrei á þeim kjörum sem þau þurfa að vera til að lántakendur muni taka þau. Hér er að einhverju leyti verið að búa til leikrit og sviðsmynd fyrir leikara til að leika í. Það er ekki stigið nærri því nógu langt þó að þetta sé skref í rétta átt og ég muni greiða þessu atkvæði þá vara ég við því að vera áfram með tvöfalt kerfi. Það mun aldrei ganga upp.