140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:31]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hlustaði með athygli á hv. þingmann flytja ræðu sína og lagði meira við hlustir þegar ég heyrði hvaða tón hann lagði í ræðu sína og um hvað hún snerist. Ég hafði hugsað mér að spyrja hann nákvæmlega sömu spurninganna og hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir áðan. Hann sagði að einn af fáum jákvæðum punktum í þessari þingsályktunartillögu væri sá að staðgöngumæðrun ætti að vera í velgjörðarskyni en að hún gæti breyst yfir í hagnaðarskyn.

Virðulegi forseti. Mér finnst þetta alvarleg umræða og þess vegna langar mig að ítreka þessa spurningu: Hvað finnst hv. þingmanni um það að tvær konur sem taka upp lesbískt samband fái þá tækifæri til að ganga með barn? Við höfum leyft þetta hér — það voru siðfræðingar (Forseti hringir.) sem vöruðu við þessu á sínum tíma. (Forseti hringir.) Hver er skoðun hv. þingmanns á þessari aðferð við að fólk geti átt barnaláni að fagna?