140. löggjafarþing — 4. fundur,  5. okt. 2011.

staðgöngumæðrun.

4. mál
[17:57]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna almennt þeim framförum í læknavísindum sem hafa gert það mögulegt að gera fólki kleift að eignast börn sem annars hefðu ekki getað átt börn og það skiptir í þeim tilvikum ekki endilega máli hvort um hjón, pör, samkynhneigða eða einstaklinga er að ræða. En ég fylgdist náttúrlega með þeirri umræðu á sínum tíma og eins og vonandi flestir aðrir velti því rækilega fyrir mér hvort verið væri að fara rétta leið og það er eðlilegasta mál í heimi.

Það horfir öðruvísi við um staðgöngumæðrun í þeim tilfellum þar sem kona gengur með barn sem hún ætlar svo að láta frá sér til annarra. Vegna þess munar og þess sem hv. þingmaður talaði um, t.d. að lesbísk pör gætu fengið gjafasæði, finnst mér ekki bara stigsmunur heldur eðlismunur á því tvennu. Þess vegna tel ég að eigi að fara svona varlega á þessu stigi málsins. Að öðru leyti vona ég að ég hafi svarað andsvarinu fyllilega.