140. löggjafarþing — 6. fundur,  11. okt. 2011.

tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands.

3. mál
[16:45]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ekki veit ég hvort við nálgumst mikið eftir þetta svar mitt við andsvari hv. þingmanns. Það er stundum talað um að menn skuli ekki nefna snöru í hengds manns húsi. Það er rétt að þessum lögum var breytt í desember 2006. En hvað gerðist tveimur dögum fyrir áramót? Styrkveiting FL Group til Sjálfstæðisflokksins upp á 20 eða 30 milljónir, ég man ekki hvort heldur var. (Gripið fram í.) Þannig var nú það.