140. löggjafarþing — 9. fundur,  17. okt. 2011.

auglýsingu Háskóla Íslands um stöðu prófessors.

[15:18]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég staðfesti að sú lýsing sem hv. þingmaður fer hér með, bæði að því er varðar mín orð og það sem var samþykkt hér, er alveg rétt. Það hlýtur þá að vera einhver skýring á því ef staðan er auglýst með allt öðrum hætti af háskólanum í september eins og hv. þingmaður vitnaði til. Ég mun af þessu gefna tilefni fara yfir það mál og grennslast fyrir um það hvaða skýringa er að leita á því að þarna hafi verið brugðið frá þeim fyrirmælum og þeim ásetningi sem var þegar Alþingi samþykkti þessa prófessorsstöðu og því sem ég sagði á Hrafnseyri í júní. Ég mun leita skýringa á því hvað hefur orðið til þess að þarna var breytt út af og koma því á framfæri við hv. þingmann.

Ég hef ekki frekari upplýsingar um það hér og nú.