140. löggjafarþing — 9. fundur,  17. okt. 2011.

áhersla ríkisstjórnarinnar á jafnréttismál.

[15:26]
Horfa

Atli Gíslason (U):

Frú forseti. Ýmislegt hefur áunnist í jafnréttismálum gegnum árin, ýmislegt sem hefur borið upp á þinginu, þingmannamál sem hafa komið fram.

Það sem ég var að vekja athygli á er að í þingmálaskránni er aðeins eitt mál með snertiflöt við aukna áherslu á kvenfrelsi, óbeinan snertiflöt. Það er óviðunandi. Við ætluðum að hefja sókn með nýrri ríkisstjórn vorið 2009. Það hefur frekar þokast í veigamiklum þáttum aftur á bak þó að eitt og annað hafi áunnist, það er hárrétt hjá hæstv. forsætisráðherra. En kynbundið ofbeldi er enn þá landlægt og kynbundinn launamunur hefur aukist. Hann datt niður 2008 við hrunið en er að aukast núna. Hérna eru skýringar á því. Menn sáu þetta fyrir.

Það er líka annað sem hefur gerst í fjárlögum og sparnaði, 70–80% af kvennastörfum hafa farið niður í niðurskurð ríkisstjórnar, (Forseti hringir.) 25% karlastarfa. Hver er skýringin á því? Hvert stefnir ríkisstjórnin í kvenfrelsismálum?