140. löggjafarþing — 16. fundur,  2. nóv. 2011.

störf þingsins.

[15:22]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég heyri ekki betur en að síðasti ræðumaður vilji flækja skuldamálin enn meira, en ég ætlaði ekki að ræða um það.

Ég ætlaði að beina máli mínu til forseta. Þannig er að ég fékk svar frá efnahagsráðherra við fyrirspurn um afskriftir á skuldum sjávarútvegsfyrirtækja. Í svarinu stendur, með leyfi forseta:

„Fjármálaeftirlitið, og eftir atvikum Seðlabanki Íslands, safna upplýsingum frá eftirlitsskyldum aðilum í samræmi við það eftirlitshlutverk sem þessum stofnunum er falið lögum samkvæmt.“

Í lok svarsins stendur:

„Fjármálaeftirlitið býr ekki yfir upplýsingum um afskriftir á árinu 2011.“

Þess vegna eru engar upplýsingar um afskriftir árið 2011 í þessu svari. Þær hefur hins vegar nefnd sem var hér til umræðu. Það er sú nefnd sem María Tjell stýrir. Hún safnar sem sagt þessum upplýsingum samkvæmt lögum nr. 107/2009. Ég fer fram á það við forseta að hún beiti sér fyrir því að þessari fyrirspurn verði svarað. (BirgJ: Heyr, heyr!)