140. löggjafarþing — 18. fundur,  8. nóv. 2011.

aðgerðir til að endurreisa íslenskt efnahagslíf.

142. mál
[16:36]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætlaði nú ekki að sýna ónærgætni með því að tala um hundinn, það var alls ekki það að ég meinti að þingmaðurinn minnti á hund, en hvað um það. Menn verða hins vegar að gera sér grein fyrir því hvernig fjárfestingar verða til. Fjárfesting í Brimi sem Samherji gerði er ekki nettófjárfesting í sjávarútvegi. Það eru aðilar að fara út. Það sem við erum að tala um eru vélar og tæki. Við erum ekki að tala um kvótakaup og annað slíkt. Það er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því.